Flóð á Siglufirði

Birt í: Almennar fréttir / 28. ágú. 2015 / Fara aftur í fréttayfirlit

Mikið vatnsflóð flæðir niður hlíðar ofan við Siglufjarðarbæ yfir lóðir, inn í hús og niður á eyrina eins og sjá má á myndum sem fylgja þessari grein.

Tilkynningar tjóna

Bótaskylda hjá Viðlagatryggingu liggur ekki fyrir á þessari stundu. Í samráði við Viðlagatryggingu hefur verið ákveðið að allar tjónstilkynningar tengdar þessum atburði skuli senda til Viðlagatryggingar.

Hvað er vátryggt í Viðlagatryggingu?

Allar húseignir með lögboðna brunatryggingu, innbú sem er brunatryggt, sem og lausafé í fyrirtækjum og stofnunum.