Bás Sjóvár fær verðlaun

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2011 voru afhent við athöfn í Gerðasafni í Kópavogi í gærkvöldi. Að verðlaununum standa Íslenska sjávarútvegssýningin, Fiskifréttir og tímaritið World Fishing. Bás Sjóvár hlaut verðlaun sem besti bás í hópi minni sýningarbása. Básinn er hannaður af auglýsingastofunni Hvíta húsinu í samstarfi við Sjóvá.

Hafið leikur aðalhlutverk í básnum og í honum er einnig stór viti sem er tilvísun til öryggis sjófarenda. Gestir geta hvílt lúin bein og fengið sér sæti á rekaviðardrumb við borð sem gert er úr vörubrettum. Drumbarnir voru fengnir frá Listsmiðjunni Svölukoti í Vestmannaeyjum.

Nánar má lesa um veitt verðlaun á vef sýningarinnar.

Verið velkomin

Við bjóðum viðskiptavini okkar og aðra gesti sýningarinnar velkomna á básinn til okkar og þiggja hjá okkur léttar veitingar. Einnig geta viðskipavinir tekið þátt í skemmtilegum leik þar sem vegleg verðlaun eru í boði.

Bás Sjóvár á Íslensku sjávarútvegssýningunni.