Keflið afhent til nýs samgönguráðherra.

Fækkun umferðarslysa

Í dag var haldinn blaðamannafundur í Forvarnahúsinu þar sem Samstaða, grasrótarsamtök um fækkun umerðarslysa, heiðraði  fyrrverandi samgönguráðherra Sturlu Böðvarsson fyrir það mikla og góða verk sem hann hefur gert til að bæta umferðaröryggi landsmanna.
Keflið látið ganga
Samstaða hefur látið gera kefli sem Sturlu var afhent og hann beðinn að færa keflið nýjum samgönguráðherra sem tákn um að barátta fyrir auknu umferðaröryggi er ekki spretthlaup, heldur langhlaup og keflið á að minna á mikilvægi þessa málaflokks.
Nýr ráðherra, Kristján L Möller ávarpaði samkomuna og sagðist myndu halda uppi því góða starfi sem Sturla hafði hrundið af stað.

Aðilar að Samstöðu eru Sjóvá, FÍB og Umferðarstofa og hefur Einar Guðmundsson verið skipaður í stjórn Samstöðu fyrir hönd Sjóvá.