Búið að draga út 10 heppna STOFN-félaga

Búið að draga út 10 heppna STOFN-félaga

Í síðustu viku drógum við út 10 heppna viðskiptavini sem ráðstöfuðu STOFN-endurgreiðslu sinni á vefnum.

Við vorum ánægð með að það voru viðskiptavinir af öllu landinu sem duttu í lukkupottinn og munu tvöfalda sína STOFN-endurgreiðslu.
Hin nýja ráðstöfunarleið í gegnum vefinn hefur fengið frábærar viðtökur og um 50% þeirra sem hafa nú þegar innleyst sína STOFN ávísun kjósa að gera það á vefnum!
Við munum á þessu ári halda áfram að styrkja þjónustu okkar með því að veita viðskiptavinum okkar betri rafræna þjónustu sem þeir geta notið þegar þeim hentar.
Búið er að hafa samband við alla þá sem unnu.