Sjóvá gefur Lögreglunni Björgvinsbelti

Sjóvá gefur Lögreglunni Björgvinsbelti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið að gjöf tvö Björgvinsbelti frá tryggingafélaginu Sjóvá. Björgvinsbeltið er löngu viðurkennt sem öflugt björgunartæki og hentar vel við björgun m.a. við hafnir og vötn innan höfuðborgarsvæðisins.  Björgvinsbeltin verða sett í útkallsbifreiðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dag eru fyrir tvö Björgvinsbelti í útkallsbifreiðum og er þetta því kærkomin viðbót til að tryggja öryggi almennings.

Á myndinni má sjá Ágúst Svansson aðalvarðstjóra í aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu taka við gjöfinni frá Fjólu Guðjónsdóttur, sérfræðingi í forvörnum hjá Sjóvá.