Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Í dag fer Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram um allt land.  Gert er ráð fyrir að 15.000 - 20.000 konur á öllum aldri taki þátt enda er spáð blíðviðri um allt land.

Í ár er hlaupið á ríflega 80 stöðum á Íslandi en einnig hafa íslenskar kjarnakonur víða um heim skipulagt hlaup í sínum bæjarfélögum.
Við hvetjum allar konur til að taka þátt í þessum stærsta árlega íþróttaviðburði á Íslandi.