Sjova.is með tvenn verðlaun á Íslensku vefverðlaununum

Sjova.is með tvenn verðlaun á Íslensku vefverðlaununum

Íslensku vefverðlaunin voru haldin fyrir fullu húsi í Hörpu í gær. Það eru SVEF, Samtök vefiðnaðarins sem standa að þessari glæsilegu hátíð. Við erum að rifna úr stolti yfir því að vefurinn okkar sjova.is hlaut tvenn verðlaun á hátíðinni. Annars vegar sem Fyrirtækjavefur ársins í flokki stærri fyrirtækja og hins vegar sem Val fólksins. Við þökkum Jónsson & Le'macks, Kosmos & Kaos og Vettvangi fyrir frábært samstarf. Takk fyrir okkur!