Afkomutilkynning 2010

Helstur niðurstöður:

  • Hagnaður Sjóvár af reglulegri starfsemi fyrir skatta á árinu 2010 nam 1.007 milljónum króna.
  • Heildartekjur 2010 voru 12,3 milljarðar króna og heildargjöld 11,3 milljarðar króna.
  • Eigin tjónakostnaður nam 7,8 milljörðum króna á árinu 2010.
  • Eigið tjónshlutfall félagsins er 71,2% en var 74,8% árið 2009.
  • Samsett hlutfall félagsins er 95,6 % samanborið við 103,1 % árið 2009.
  • Gjaldþol félagsins er 2,41 en var 1,83 í árslok 2009.
  • Aðlagað gjaldþol samstæðunnar er 1,83 en var 1,40 í árslok 2009.

Afkomutilkynning vegna rekstrarniðurstöðu ársins 2010

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. skilaði 811 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 2010. Rekstrarhagnaður fyrir skatta og afskriftir óefnislegra eigna nam 1.369 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 6,6 prósentum. Eigið fé Sjóvár nam 12,3 milljörðum króna í lok árs 2010 og var eiginfjárhlutfallið 33,6% miðað við 32,6% 2009.
Heildartekjur félagsins á árinu 2010 námu 12,3 milljörðum króna, þar af voru iðgjöld 11 milljarðar og afkoma af fjármagnsliðum 1,3 milljarðar. Útgjöld félagsins vegna greiðslu tjóna námu 7,8 milljörðum. Alls nam rekstrarkostnaður af vátryggingastarfsemi 3,2 milljörðum króna. Inni í þeirri tölu eru 156 milljónir vegna niðurfærslu á viðskiptakröfum og 362 milljónir vegna afskrifta á óefnislegum eignum. Tekjuskattur vegna ársins nam 196 milljónum króna.

Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár:
„Sjóvá stendur traustum fótum og er vel í stakk búið til að takast á við nýjar áskoranir. Uppgjörið er gott í ljósi erfiðs viðskiptaumhverfis. Samsett hlutfall upp á 95,6% er það lægsta í langan tíma hjá félaginu og er nú sambærilegt við það sem gerist meðal vátryggingafélaga erlendis. Mjög mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstri og áhersla lögð á að endurskoða snertifleti við viðskiptavini í því skyni að koma enn betur til móts við breyttar þarfir þeirra og auka þjónustuna. Viðskiptavinir hafa staðið þétt með félaginu síðustu misseri og fyrir traustið erum við þakklát. Framundan eru spennandi verkefni sem snúa að þjónustunni við fjölskyldur og fyrirtæki sem treysta félaginu fyrir verðmætum sínum“, sagði Lárus.

Frekari upplýsingar veitir Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár, í síma 440 2000.

Afkomutilkynning Sjóvá 2010

Ársreikningur Sjóvá 2010