- Frosti Bergsson stjórnarformaður
- Haukur C. Benediktsson varformaður
- Erna Gísladóttir
- Heimir V. Haraldsson
- Þórhildur Helgadóttir
- Birgir Birgisson
- Eiríkur Jóhannesson
- Ingi Jóhann Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Óskarsson
- Tómas Kristjánsson
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hélt aðalfund sinn föstudaginn 29. apríl. Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2010 samþykktur. Í skýrslu stjórnar kom meðal annars fram að Sjóvá hefur gengið í gegnum erfitt rekstrarumhverfi frá því að félagið var endurreist árið 2009. Þrátt fyrir það gekk rekstur Sjóvár vel, viðskiptavinir héldu tryggð sinni við félagið og starfsmenn stóðu þétt saman. Sjóvá skilaði 811 milljóna króna hagnaði á árinu 2010. Arðsemi eigin fjár var rúm 6,8% á tímabilinu. Eigið fé Sjóvár nam 12,3 milljörðum króna í lok árs og var eiginfjárhlutfallið 33,6%.