Aðalfundur Sjóvá

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hélt aðalfund sinn föstudaginn 29. apríl. Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2010 samþykktur. Í skýrslu stjórnar kom meðal annars fram að Sjóvá hefur gengið í gegnum erfitt rekstrarumhverfi frá því að félagið var endurreist árið 2009. Þrátt fyrir það gekk rekstur Sjóvár vel, viðskiptavinir héldu tryggð sinni við félagið og starfsmenn stóðu þétt saman. Sjóvá skilaði 811 milljóna króna hagnaði á árinu 2010.  Arðsemi eigin fjár var rúm 6,8% á tímabilinu.  Eigið fé Sjóvár nam 12,3 milljörðum króna í lok árs og var eiginfjárhlutfallið 33,6%.

Heildartekjur félagsins á árinu námu 12,3 milljörðum, þar af voru iðgjöld 10,9 milljarðar og afkoma af fjármagnsliðum 1,3 milljarðar.
Sjóvá var í söluferli á árinu 2010 sem lauk án niðurstöðu um sölu á tryggingafélaginu. Engu að síður leiddu viðræður á síðari stigum til aðkomu fjárfestingahóps sem keypti 51.4 % hlutafjár.  Fyrirhuguð kaup bíða nú samþykktar FME.
Stjórn Sjóvár telur afkomu rekstrarins viðunandi miðað við núverandi aðstæður.  Félagið stendur traustum fótum og horfur í rekstri eru góðar. Framundan eru spennandi verkefni á sviði fjölbreyttrar þjónustu við fjölskyldur og fyrirtæki sem velja Sjóvá sem sinn bakhjarl í tryggingamálum. Stjórn Sjóvár er þakklát fyrir það traust sem viðskiptavinir sýna félaginu.
Stjórn félagsins var endurkosin en hana skipa:
  • Frosti Bergsson stjórnarformaður
  • Haukur C. Benediktsson varformaður
  • Erna Gísladóttir
  • Heimir V. Haraldsson
  • Þórhildur Helgadóttir
Varamenn voru kosnir:
  • Birgir Birgisson
  • Eiríkur Jóhannesson
  • Ingi Jóhann Guðmundsson
  • Ingvi Hrafn Óskarsson
  • Tómas Kristjánsson
Nánari upplýsingar gefur Lárus S. Ásgeirsson forstjóri í síma 440-2000.