Sjóvá efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni 2018

Sjóvá efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni 2018

Það veitir okkur mikla ánægju að sjá hvað viðskiptavinir okkar hafa brugðist vel við þeim breytingum á þjónustu sem við höfum ráðist í síðustu ár.

Árið 2015 breyttum við áherslum okkar. Við einfölduðum skilaboð og jukum frumkvæði í samskiptum við okkar viðskiptavini. Í grunninn reyndum við einfaldlega að setja tryggingar á mannamál.

Við bættum framsetninguna á öllu okkar efni, endurskrifuðum hluta skilmála og vefsíðunnar og reyndum að útrýma öllu tæknimáli.

Tryggingafélög201820172016
Sjóvá69,866,7767,76

-

Nú sést hversu þessi vinna hefur skilað, en Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni annað árið í röð, með hæstu einkunn sem tryggingafélag hefur fengið síðustu þrjú ár.

Aukningin á milli ára er áberandi, en Sjóvá hækkar um heila 3 í einkunn viðskiptavina sinna.