Sjóvá gefa leikskólum endurskinsvesti

Nú í mars senda Sjóvá leikskólum landsins endurskinsvesti að gjöf. Vestin eru ætluð börnunum sem fara reglulega gangandi í stuttar sem langar vettvangsferðir þar sem nauðsynlegt getur verið að fara yfir umferðargötur.


Gjöfin er liður í víðtæku forvarnarstarfi Sjóvá og með henni vill félagið leggja sitt af mörkum til að bæta öryggi barna í umferðinni.