Sjóvá hlýtur jafnlaunavottun VR

Sjóvá hlýtur jafnlaunavottun VR

Sjóvá hefur hlotið jafnlaunavottun VR sem unnin er eftir jafnlaunastaðli Staðlaráðs Íslands, ÍST85:2012. Staðallinn er tæki sem hjálpar fyrirtækjum að meta launalega stöðu kynjanna með viðurkenndri aðferðafræði og samræmdum viðmiðum.

Jafnlaunavottunin staðfestir að jafnlaunakerfi Sjóvár, verklag við launaákvarðanir og eftirlit með kynbundnum launamun, tryggir að hjá Sjóvá sé starfsfólki ekki mismunað í launum né öðrum kjörum eftir kyni.

Þetta er mikilvægur áfangi fyrir félagið en í jafnréttisstefnu þess kemur fram að gæta skuli þessi við ákvörðun launa og fríðinda að kynjum sé ekki mismunað.  Með vottuninni er staðfest að þessi grunnþáttur stefnunnar er uppfylltur.

Jafnlaunavottun VR

Fyrirtæki sem uppfylla kröfur staðalsins geta fengið vottun um að konur og karlar sem þar starfa njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. VR telur mikilvægt að úttekt fyrir slíka vottun sé unnin samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði og að allir sitji við sama borð, en það felur Jafnlaunavottun VR í sér. Jafnlaunavottun VR gerir einnig þá kröfu að vottunaraðili skuli vera óháður og að öll fyrirtæki uppfylli sömu viðmið. VR hefur unnið að Jafnlaunavottunninni í samstarfi við BSI á Íslandi (British Standards Institution) sem er viðurkennt vottunarfyrirtæki.

Á meðfylgjandi mynd eru Hermann Björnsson, Ágústa Bjarnadóttir og Ólafía Rafnsdóttir formaður VR