Vinningshafar í léttum leik á Icefish 2011

Á sjávarútvegssýningunni Icefish 2011 sem haldin var í Fífunni nú nýlega gafst gestum okkar kostur á því að taka þátt í léttum leik. Verðlaunin í leiknum voru gjafakort frá Icelandair og þrír vinningshafar voru dregnir út núna í vikunni.

Vinningshafarnir eru:
  1. 150.000 kr. gjafakort - Ástvaldur Valdimarsson
  2. 50.000 kr. gjafakort - Ragnheiður Guðjónsdóttir
  3. 50.000 kr. gjafakort - Margrét Erna Þorgeirsdóttir
Við höfum haft samband við vinningshafana og tilkynnt þeim um vinningana.
Við þökkum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í básinn okkar á sýningunni, fyrir að gefa sér tíma til að koma og spjalla við okkur.
Það er gaman að geta þess að bás Sjóvá hlaut verðlaun í flokki minni sýnenda fyrir bestu útfærsluna.