Sjóvá fjármögnun, hefur tekið upp nýtt nafn og heitir nú Avant. Nýja nafnið, sem merkir áfram, endurspeglar fyrirhugaða nýbreytni í þjónustu við viðskiptavini okkar og mun hafa í för með sér enn skjótari og betri afgreiðslu. Um leið og við tilkynnum um nýtt nafn viljum við ítreka að nafnabreytingin hefur engin áhrif á viðskipti þeirra sem eru með lán hjá Sjóvá fjármögnun.
Viðskiptavinum Sjóvá sem eru í Stofni bjóðast áfram hagstæð sérkjör á lánum hjá Avant, í formi lægri lántökugjalda. Í tilefni breytinga á nafni félagsins fá allir viðskiptavinir sem eru í Stofni og fjármagna bílakaup hjá Avant fram til 1. maí 2007 kr. 10.000 í eldsneytisúttekt hjá ESSO.
Viðskiptavinum í Stofni sem eru ekki með bílalánið hjá Sjóvá fjármögnun býðst að flytja lánið til Avant sér að kostnaðarlausu fram til 1. maí 2007 og fá 10.000 króna eldsneytisúttekt hjá ESSO.
Skrifstofa Avant er á Suðurlandsbraut 12. Áfram verður hægt að sækja um lán í útibúum og umboðum Sjóvá um allt land og hjá bílasölum og bílaumboðum. Starfsmenn Avant svara öllum fyrirspurnum í síma 412 8900.