Kaupendur notaðra ökutækja fái staðfestingu um að iðgjöld séu greidd

Kaupendur notaðra ökutækja fái staðfestingu um að iðgjöld séu greidd

Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um ökutækjatryggingar sem fela m.a. í sér er að nú getur tryggingafélag krafið nýjan eiganda ökutækis um tryggingaskuld sem er á fyrri eiganda þess. Því er mikilvægt að þeir sem kaupa notuð ökutæki fái staðfestingu frá seljanda um að trygging ökutækisins sé að fullu greidd áður en eigendaskipti fara fram.

Ef þú ert að selja ökutæki getur þú  fengið senda staðfestingu frá Sjóvá um að iðgjald sé í skilum.

Ef þú ert að kaupa notað ökutæki skaltu fara fram á að fá slíka staðfestingu frá seljanda. Ef ökutækið er tryggt hjá Sjóvá getur þú einnig fengið upplýsingar hjá Sjóvá um hvort iðgjald af viðkomandi ökutæki sé greitt eða ekki. Unnið er að því að gera staðfestinguna aðgengilega með rafrænum hætti.

Við hjá Sjóvá munum ekki nýta þessa lagaheimild gagnvart einstaklingum og krefja þá um gamlar iðgjaldaskuldir fyrri eigenda á meðan ekki er hægt að nálgast staðfestinguna með einfaldari hætti en nú er. Við hvetjum engu að síður alla kaupendur notaðra ökutækja til að fá slíka staðfestingu frá seljanda.

Nánari upplýsingar um eigendaskipti á ökutækjum.