Hverju þarf að huga að fyrir HM í Rússlandi?

Hverju þarf að huga að fyrir HM í Rússlandi?

Nú styttist í að strákarnir okkar hefji leik á HM í Rússlandi. Margir stuðningsmenn ætla sér að fylgja þeim alla leið og ferðast til Rússlands, en mikilvægt er að huga vel að tryggingamálum áður en haldið er af stað.

Rússland er ekki hluti af Evrópska Efnahagssvæðinu sem þýðir að Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki þar. Því þarf að huga sérstaklega að ferðatryggingum þegar haldið er til Rússlands. Flestum kreditkortum fylgja ferðatryggingar, þær gilda yfirleitt hvort sem greitt er fyrir ferðina með kortinu eður ei. Því er ráðlegt að hafa samband við sitt kortafyrirtæki áður en lagt er af stað og skoða hvernig ferðatryggingar fylgja kortinu.

Einnig mælum við með að fólk hafi samband við sitt tryggingafélag og athugi hvort ferðatrygging sé í gildi í fjölskyldutryggingu viðkomandi. Ef svo er ekki þá er lítið mál að bæta henni við. Fyrir viðskiptavini okkar er auðvelt að ná í staðfestingu á ferðatryggingu á Mínum síðum. Það er tilvalið að vista hana í símanum en á staðfestingunni eru allar nauðsynlegar upplýsingar ef eitthvað kemur uppá. Fyrir þá sem eru með lágar ferðatryggingar á kortunum þá getur verið gott að bæta við auka ferðatryggingu. Ef ferðast er með dýra muni, t.d. myndavélar, þá mælum við líka með að ganga úr skugga um að þeir munir falli undir farangurstryggingu eða innbústryggingu.

Gott er að hafa í huga að sjúkrakostnaður erlendis getur verið hár. Sem dæmi þá getur heimflutningur með sjúkraflugi einn og sér hlaupið á mörgum milljónum, fyrir utan allan annan kostnað eins og daggjöld á spítala og aðgerðir. Við ráðleggjum þeim sem eru að ferðast utan EES að vera með að lágmarki 8-13 milljónir í vátryggingafjárhæð í ferðasjúkratryggingunni. Við hvetjum því alla ferðalanga til að hafa samband við okkur og fara yfir sína tryggingavernd.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um ferðatryggingarnar okkar 

Hér má nálgast yfirlit yfir kortatryggingar: LandsbankansÍslandsbanka - Arionbanka