Gert er ráð fyrir að fjárfestingastarfsemi félagsins verði aðskilin frá vátryggingastarfsemi þess. Í því felst að nýtt félag verður stofnað um vátryggingarstarfsemina undir merkjum Sjóvár og hefur Fjármálaeftirlitinu verið send umsókn um starfsleyfi frá nýja félaginu. Vátryggingarekstur Sjóvár er afar góður og sá hluti starfseminnar stendur traustum fótum.
Með endurskipulagningunni verður efnahagsreikningur félagsins sterkur og vátryggingastarfsemin traust. Endurskipulagningin mun ekki hafa áhrif á daglega starfsemi félagsins sem mun áfram veita viðskiptavinum sínum sömu góðu þjónustu og það hefur gert hingað til.
Dr. Hörður Arnarson, fyrrverandi forstjóri Marel, hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Þór Sigfússon hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu en mun fyrst um sinn vera nýjum forstjóra til ráðgjafar.
Dr. Hörður Arnarson, forstjóri:
,,Þetta er mjög áhugavert verkefni. Sjóvá á sér langa og farsæla sögu og nú þegar fjárhagslegri endurskipulagningu er lokið er framtíð félagsins tryggð. Það er mér mikið tilhlökkunarefni að vinna með starfsmönnum að áframhaldandi framgangi félagsins á íslenskum vátryggingamarkaði.”
,,Þetta er mjög áhugavert verkefni. Sjóvá á sér langa og farsæla sögu og nú þegar fjárhagslegri endurskipulagningu er lokið er framtíð félagsins tryggð. Það er mér mikið tilhlökkunarefni að vinna með starfsmönnum að áframhaldandi framgangi félagsins á íslenskum vátryggingamarkaði.”