Vinningshafi í ÓL leik Sjóvár

Vinningshafi í ÓL leik Sjóvár

Dregið hefur verið í ÓL leik Sjóvár sem var í gangi samhliða Stofnendurgreiðslunni í ár. Þeir viðskiptavinir sem settu tryggingar sínar á einn gjalddaga voru settir í pott og áttu kost á að vinna ferð fyrir 2 á Ólympíuleikana, miða á leik með "strákunum okkar" og á frjálsíþróttaleikvanginn.

Vinningshafinn er Sigurjón Guðleifsson í Njarðvík. Baldur Guðmundsson útibússtjóri í Reykjanesbæ afhenti honum vinninginn nú nýverið og óhætt er að segja að Sigurjón hafi verið í skýjunum með vinninginn. Við óskum honum til hamingju og góðrar ferðar til London.

Þeir viðskiptavinir sem hafa áhuga á að kynna sér kosti þess á að hafa tryggingar sínar á einum gjalddaga er bent á að hafa samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 440 2000.
Baldur Guðmundsson útibússtjóri í Reykjanesbæ afhendir Sigurjóni Guðleifssyni vinningin.