Forvarnarstarf í umferðinni virkar!

Heimild: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Aldrei hafa verið fleiri börn í bílum sem nota viðeigandi öryggisbúnað samkvæmt könnun Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðastofa og Árverkni framkvæmdu í lok apríl.

Könnunin var gerð um allt land og tóku þátt í henni 2.810 börn við 85 leikskóla sem voru í 37 sveitafélögum

Könnunin staðfestir það að markviss fræðsla og áróður til almennings skilar sér í því að fleiri og fleiri nota réttan öryggisbúnað fyrir börn í bílum.

Stöðug aukning hefur verið í notkun á öryggisbúnaði barna í bílum og er notkun öryggisbúnaðar hér á landi með því mesta sem þekkist í Evrópu.
Nánari upplýsingar um könnunina