Niðurstaðan fyrir Sjóvá er mjög ánægjuleg en við hækkum um 1 sæti og hækkum í öllum þáttum sem mældir eru. Ef miðað er við önnur fyrirtæki í greininni þá hækkar Sjóvá um 3,9 en tryggingamarkaðurinn í heild sinni um 1,4.
Við erum stolt af því að vera hástökkvarar Ánægjuvogarinnar meðal tryggingafélaga og höldum ótrauð áfram á þeirri braut að bæta þjónustu okkar við viðskiptavini og bjóða þeim aukið virði.