Fjölmargir viðskiptavinir völdu að gefa til góðs málefnis og afhenti Sjóvá Rauða Krossinum 350.000 krónur og Mæðrastyrksnefnd 200.000 krónur að þessu tilefni fyrir hönd viðskiptavina sinna.
Í ár gefur Sjóvá viðskiptavinum í Stofni kost á að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins.
Barnaspítalasjóður Hringsins er rekinn af kvenfélaginu Hringnum sem var stofnað árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins.