Stofnfélagar styrktu Rauða Krossinn og Mæðrastyrksnefnd

Stofnfélagar styrktu Rauða Krossinn og Mæðrastyrksnefnd

Sjóvá færði, fyrir hönd viðskiptavina sinna í Stofni, peningagjöf til Rauða Krossins og Mæðrastyrksnefndar í vikunni.

Forsaga málsins er sú að tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir Sjóvá í STOFNI fá hluta iðgjalda sinna endurgreiddan á hverju ári.  Í ár gafst viðskiptavinum kostur á að ráðstafa til góðgerðarmála og völdu margir að ráðstafa hluta sinnar endurgreiðslu þannig. Gefinn var kostur á að styrkja Mæðrastyrksnefnd annarsvegar og Rauða Krossinn og því góða starfi sem er unnið á Haítí á þeirra vegum hins vegar.  Ráðstöfunin er gerð rafrænt á lokuðu svæði viðskiptavina á vef Sjóvá sem kallast Mínar Síður. Viðskiptavinurinn ræður sjálfur hvort eða hversu stórann hluta STOFN endurgreiðslunnar hann setur til góðs málefnis en afganginn leggur hann inn á sinn reikning.
Fjölmargir viðskiptavinir völdu að gefa til góðs málefnis og fyrir þeirra hönd afhenti Sjóvá Rauða Krossinum 350.000 krónur og Mæðrastyrksnefnd 200.000 krónur að þessu tilefni.
Það var Þórir Guðmundsson og veitti gjöfinni viðtöku í höfuðstöðvum Rauða Krossins í Reykjavík og Ragnhildur Guðmundsdóttir tók við gjöfinni fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar.

Myndir

Smelltu á mynd til að stækka