Göngum til góðs með Rauða Krossinum

Göngum til góðs með Rauða Krossinum

Sjóvá hefur lengi staðið við bakið á góðu starfi Rauða Krossins á Íslandi og átt farsælt samstarf um vátryggingar.  Um næstu helgi stendur Rauði Krossinn fyrir landssöfnuninni Göngum til Góðs og hvetur Sjóvá alla þá sem vettlingi geta valdið að leggja samtökunum lið og taka þátt í söfnuninni.

Rauði krossinn mun virkja sjálfboðaliða um allt land næsta laugardag og þannig sameinast stór hópur fólks hér á landi um eitt málefni og gefur af sér.  Reiknað er með því að hver og einn sjáfboðaliði gefi um klukkustund af tíma sínum og leggi þannig sitt af mörkum til að safna fyrir verkefni Rauða Krossins í Afríku.

Ef þú átt ekki kost á að leggja málefninu lið með því að safna þá treystum við því að þú takið vel á sjálfboðaliðunum sem banka upp á heima hjá þér. Gott er að hafa örlítið af lausu fé tiltæku til að stinga í bauk sjálfboðaliðana.
 
Með því að fara inn á vefsvæði Göngum til góðs getur þú séð hvaða verkefnum Rauði Krossinn vinnur að í Afríku, skráð þig í söfnunina eða styrkt söfnunina beint með fjárframlagi.

Rauði krossinn er elsta og útbreiddasta mannúðarhreyfing í heimi með starfsemi í 187 löndum. Grundvallarhugsjónir Rauða krossins eru sjö og eftir þeim fara 97 milljónir félagsmanna og
sjálfboðaliða og 300 þúsund starfsmenn hreyfingarinnar um allan heim.