Minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa

Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember ár hvert minningu fórnarlamba umferðarslysa. Af því tilefni hefur starfshópur innanríkisráðuneytisins um áratug aðgerða í umferðaröryggismálum hvatt landsmenn til þess að taka þátt í einnar mínútu þögn kl. 11:00 sunnudaginn 20. nóvember og minnast þeirra sem látið hafa lífið í umferðarslysum.

Nánari upplýsingar má sjá á vef Umferðastofu.