Sjóvá Strax í loftið

Sjóvá Strax í loftið

Nú höfum við blásið til sóknar og kynnum Sjóvá Strax. Þar með er Sjóvá fyrsta tryggingafélagið á Íslandi sem býður upp á bílatryggingar til sölu á netinu.
Á sjovastrax.is geta einstaklingar keypt ábyrgðar- og kaskótryggingu á bifreiðar sínar á einfaldan og ódýran hátt.

Mikið hefur verið lagt upp úr því að hafa ferlið sem allra einfaldast fyrir viðskiptavini og er heimasíðan sjovastrax.is höfð eins einföld og mögulegt er. Á netinu er auðvelt fyrir viðskiptavini að fá tilboð í tryggingu og ganga frá kaupunum strax. Verðlagning á tryggingum Sjóvá Strax er mjög gagnsæ þannig að viðskiptavinurinn fær strax uppgefið það iðgjald sem hann getur fengið og getur því strax ákveðið hvort hann tekur tilboðinu eður ei.