Meginmarkmið hlaupsins er að vekja og viðhalda áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu, efla samstöðu, og einnig og ekki síst að vekja umræðu um íþróttir kvenna. Í Kvennahlaupinu geta ömmur, mömmur, dætur og vinkonur tekið þátt í sama íþróttaviðburðinum, hver á sínum forsendum.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hafa verið aðalstyrktaraðili Kvennahlaupsins undanfarin átján ár, eða allt frá 1993, og hefur félagið því tekið virkan þátt í heilsueflingu tugþúsunda kvenna. Nú hafa Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Sjóvá endurnýjað samstarfssamning um kvennahlaupið til næstu þriggja ára. Því verður Sjóvá áfram aðalbakjarl kvennahlaupsins, sem ber heitið Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ.
Nánari upplýsingar gefa Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvár í síma 440-2000, sand@sjova.is eða Kristín Lilja Friðriksdóttir verkefnisstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma 514-4000, kristin@isi.is
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, formaður kvennahlaupsnefndar ÍSÍ, og Ágústa B. Bjarnadóttir, mannauðsstjóri hjá Sjóvá ásamt dóttur sinni.