Reiðhjóladagar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvá

Reiðhjóladagar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvá

Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samstarfi við Sjóvá, hefur undanfarið hitt krakka í 6. bekk grunnskóla víða um land og frætt þau um notkun á reiðhjólahjálmum, skyldubúnað reiðhjóla og merkingu umferðarmerkja. Hjólreiðaþraut er sett upp og gefst krökkunum svo kostur á að vinna vinninga með því að svara nokkrum léttum spurningum.

Með þessu vilja Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sjóvá leggja sitt af mörkum til að krakkar á þessum aldri noti hjálm og noti hann rétt því oft á tíðum eru hjálmarnir ekki rétt stilltir og virka því ekki eins og skildi. Alvarlegustu reiðhjólaslysin eru höfuðáverkar og það er einfalt að lágmarka hættuna með því að nota hjálm og stilla hann rétt.  Það gildir bæði fyrir fullorðna og börn.