Sýnum aðgát við upphaf skólaárs

Birt í: Almennar fréttir / 20. ágú. 2013 / Fara aftur í fréttayfirlit

Skólabyrjun er handan við hornið.  Sjóvá hefur tekið saman stuttan gátlista ætlaðan börnum, sem eru að fara í fyrsta til fjórða bekk, og foreldrum þeirra. Gátlistinn tekur á ýmsum atriðum varðandi umferðaröryggi, endurskin á fatnaði, þjófnað í skólum, útivistartíma barna og innbrot og rétt viðbrögð við þeim.

Rafmagnsvespur og reiðhjól

Það er einnig nauðsynlegt að ítreka rétta notkun rafmagnsvespa enda er líklegt að margir unglingar muni fara í skólann á slíkum farartækjum í haust. Sjóvá hvetur foreldra og forráðamenn unglinga sem eiga rafvespu að fara yfir helstu öryggisatriði við notkun þeirra til þess að fyrirbyggja slys  og tjón. Það er allt of algengt að sjá hjálmalausa unglinga á ferð með 1-2 farþega. Þú getur skoðað mikilvæg atriði varðandi notkun vespa hér á sjova.is.