Félög innan Landsbjargar dreifa öryggisgleraugum á sölustöðum sínum. Hverju félagi er í sjálfsvald sett hvort þau selja eða gefa gleraugun. Við hvetjum alla viðskiptavini Landsbjargar og aðra sem ætla að nota flugelda um þessi áramót, að gæta fyllsta öryggis, nota gleraugun og kynna sér nánar efni hér á vef Sjóvá um örugg áramót.
Sjóvá hefur um árabil verið aðalstyrktaraðili Landsbjargar. Félögin hafa unnið að margvíslegum forvarnarverkefnum í sameiningu. Nú um áramótin er lögð sérstök áhersla á örugga meðferð flugelda og notkun öryggisgleraugna við notkun þeirra.