Fyrirtæki í ferðaþjónustu - Öryggi og tryggingar

Sjóvá og Ferðamálastofa standa fyrir opnum fundi fyrir hagsmunaaðila og fyrirtæki í ferðaþjónustu, fimmtudaginn 22. maí kl. 8-10.

Til að vel gangi í ferðaþjónustu og við getum tekið á móti erlendum gestum með ábyrgum hætti þurfa ferðaþjónustufyrirtæki að huga vel að öryggismálum og tryggingum. Sjóvá og Ferðamálastofa standa fyrir opnum fundi um þessi mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðra hagsmunaaðila. Saman getum við náð enn meiri árangri.

Á fundinum munu Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá, og Pála Þórisdóttir, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Sjóvár fjalla um öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja og fræða um hvaða tryggingum fyrirtæki í greininni þurfa að huga að. Auk þess mun Áslaug Briem verkefnastjóri gæðamála hjá Ferðamálastofu fjalla um VAKANN sem leið til að auka forvarnir og öryggi ferðaþjónustufyrirtækja.

Skráning á fundinn.