Fréttatilkynning um málefni Sjóvá

Vegna fréttar í Fréttablaðinu 13. Júlí síðastliðinn um málefni Sjóvá-Almennra vill félagið koma að eftirfarandi tilkynningu:

Meðal eigna sem stofnendur lögðu félaginu til við stofnun voru skuldabréf Askar Capital og skuldabréf Avant. Skuldabréf Aska er tryggt með bréfum með ábyrgð ríkissjóðs og mun því fall Aska ekki hafa nein áhrif á Sjóvá. Skuldabréf Avant er tryggt með annars konar tryggingum sem tryggja skuldina að hluta en félagið mun ekki fara undir lágmörk FME vegna falls þess félags. Auk þess hafa stærstu eigendur ábyrgst að félagið muni standast skilyrði FME um eigið fé og gjaldþol með því að leggja félaginu til aukið fé ef þess þarf.

Félagið hefur verið í nánu sambandi við FME vegna þessa máls.

Tryggingarekstur Sjóvár er traustur og mun fall Avant engin áhrif hafa á viðskiptavini Sjóvár.