Styrkurinn var notaður til kaupa á nýjum tækjabíl sem slökkviliðsmenn gáfu bæjarbúum. Tækjabíllinn mun auka öryggi vegfarenda í Grindavík og nágrenni og mun auðvelda slökkviliðsmönnum störf þeirra í framtíðinni.

Nú nýlega fékk Sjóvá viðurkenningu frá Slökkviliðinu í Grindavík vegna styrks sem félagið veitti slökkviliðinu.
Þrír aðrir aðilar fengu einnig viðurkenningarnar að þessu sinni: Vélstjóra- og sjómannafélag Grindavíkur sem einnig veitti styrk til kaupa á tækjabílnum, Hexa og Þyrluþjónustan. Slökkviliðsmenn tóku á móti gestunum í slökkvistöðinni afhentu þeim merki slökkviliðsins sem búið er að hanna úr stáli og er það skorið út hjá Martak ehf. í Grindavík.