Glitnir og Sjóvá fjárfesta í Hugverkasjóði Bubba Morthens

Tímamótasamningur var undirritaður af Bjarna Ármannssyni forstjóra Glitnis, Þorgilsi Óttari Mathiesen forstjóra Sjóvá og Bubba Morthens tónlistarmanni. Samningurinn felur í sér kaup Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis, á Hugverkasjóði Bubba Morthens.

Er þetta í fyrsta sinn sem viðskipti af þessu tagi eiga sér stað á Íslandi, en hér er um að ræða sérþróaða íslenska útgáfu af svonefndum Pullman-samningi, sem stórstjörnur á borð við David Bowie og Rolling Stones hafa gert í samvinnu við fjármálafyrirtæki á undanförnum árum.Umræddur Hugverkasjóður Bubba Morthens nær til 530 titla listamannsins og er metinn á tugi milljóna. Hugverkasjóðurinn er í reynd eignatryggingarsjóður og munu tekjur af hugverkum Bubba renna í sjóðinn í tiltekinn árafjölda. Kaup Sjóvá á sjóðnum fela í sér sanngjarna og örugga ávöxtun, en með þeim er fjárhagslegur grundvöllur Bubba treystur.

Aðildarfélög höfunda og flytjenda, þ.e. Stef, FÍH, FTT og Samtónn, hafa fagnað umræddum samningi, sem markar þáttaskil í viðskiptum fjármála- og menningarlífs á Íslandi.

Er þetta í fyrsta sinn sem viðskipti af þessu tagi eiga sér stað á Íslandi, en hér er um að ræða sérþróaða íslenska útgáfu af svonefndum Pullman-samningi, sem stórstjörnur á borð við David Bowie og Rolling Stones hafa gert í samvinnu við fjármálafyrirtæki á undanförnum árum.
Umræddur Hugverkasjóður Bubba Morthens nær til 530 titla listamannsins og er metinn á tugi milljóna.

Hugverkasjóðurinn er í reynd eignatryggingarsjóður og munu tekjur af hugverkum Bubba renna í sjóðinn í tiltekinn árafjölda. Kaup Sjóvá á sjóðnum fela í sér sanngjarna og örugga ávöxtun, en með þeim er fjárhagslegur grundvöllur Bubba treystur.

Aðildarfélög höfunda og flytjenda, þ.e. Stef, FÍH, FTT og Samtónn, hafa fagnað umræddum samningi, sem markar þáttaskil í viðskiptum fjármála- og menningarlífs á Íslandi.