Tour de Ormurinn

Birt í: Almennar fréttir / 15. ágú. 2016 / Fara aftur í fréttayfirlit
Tour de Ormurinn

Sjóvá er aðalstyrktaraðili hjólreiðakeppninnar, Tour de Ormurinn sem fram fór á Egilsstöðum um helgina. Hjólað var í kringum heimkynni Ormsins á héraði sem er efri hluti Lagarfljóts. Aðkoma okkar að keppninni fólst fyrst og fremst í að auka öryggi keppenda í sjálfri keppninni og upplýsa þá um hvaða tryggingum þarf að huga að fyrir keppni. Við óskum keppendum til hamingju og vonum að þeir hafi átt ánægjulegan dag.