Kaup SF1 slhf. á meirihluta í Sjóvá (Sjóvá-Almennum tryggingum hf) hafa hlotið samþykki Fjármálaeftirlits, Samkeppniseftirlits og stjórnar ESÍ (Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf). Þar með eru kaupin lögformlega frágengin og ný stjórn verður formlega skipuð á næsta hluthafafundi félagsins. Fulltrúar SF 1 í stjórn Sjóvá verða Ingi Jóhann Guðmundsson, Tómas Kristjánsson og Erna Gísladóttir, sem verður formaður nýrrar stjórnar.
Erna Gísladóttir: „Það er ánægjulegt að kaupin eru staðfest enda teljum við að Sjóvá sé mjög áhugavert félag með mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Við munum vinna rösklega að því að móta fyrirtækinu nýja stefnu til að búa það sem best undir tækifæri og kröfur framtíðarinnar. Jafnframt verður lögð áhersla á að Sjóvá haldi áfram að bjóða viðskiptavinum sínum trausta og góða þjónustu.“
Fréttatilkynningu SF1 slhf. varðandi kaupin á meirihluta í Sjóvá má lesa í heild sinni í viðhengi