Nýr vefur Forvarnahússins

Við vekjum athygli á því að Forvarnahúsið hefur opnað nýtt vefsvæði. Á heimasíðu Forvarnahússins er að finna aðgengilegar og áreiðanlegar upplýsingar um alla flokka slysavarna fyrir alla aldurshópa. Sérstaklega er hugað að áhættuhópum eða þeim einstaklingum sem mest verða fyrir slysum, s.s. börnum, öldruðum og ungum ökumönnum. Hægt er finna svör við flestum spurningum sem varða barnabílstóla, slysavarnir barna, umferðaröryggi, slys í frítíma, o.fl.

Af síðunni er hægt að senda ábendingar um slysahættur einnig fyrirspurnir um öryggi til sérfræðinga Forvarnahússins. Fjölmiðlar geta nýtt sér fljótfundnar upplýsingar í Fréttavaktinni og fyrir fræðifólk er safn af skýrslum, rannsóknum og tenglum í Gagnasafninu.