Hvaða tryggingu þarf ég ef ég leigi íbúð út á Airbnb?

Hvaða tryggingu þarf ég ef ég leigi íbúð út á Airbnb?

Deilihagkerfið hefur vaxið hratt undanfarin ár. Í deilihagkerfinu deilir fólk með sér bílum, skiptir á íbúðum og leigir út húsnæði tímabundið svo fátt eitt sé nefnt.

Þetta vekur aftur á móti upp spurningar um hvort að innbú og fasteign séu tryggð þegar þú leigir hana út t.d. í gegnum Airbnb.

Að okkar mati er ekki þörf á að tryggja sig sérstaklega ef valinn er réttur aðili (t.d. Airbnb) til að koma húsnæðinu á framfæri í deilihagkerfinu.

Já, það er nefninlega þannig að með því að leigja út í gegnum airbnb er leigusalinn þegar tryggður fyrir því helsta sem komið gæti fyrir.
-
  • Við ráðleggjum fólki sem vill leigja út húsnæði eða hluta af húsnæði að gera það í gegnum þekktar og viðurkenndar síður á borð við Airbnb eða leigumiðlun sem býður sambærilegt öryggi og þjónustu.
  • Sá sem leigir út húsnæði í gegnum Airbnb er sjálfkrafa tryggður fyrir:
  • Vátryggingarfjárhæðin er $1.000.000.
  • Airbnb er annt um orðspor sitt. Leigusalar fá einkunn og umsagnir en það fá leigutakar líka. Þeir sem skemma eða stela eru því fljótir að eyðileggja mannorð sitt í þessu samfélagi og eru ólíklegir til að fá endurtekin viðskipti.
  • Sé viðskiptavinur tryggður hjá Sjóvá, og innbú skemmist þegar húsnæðið er í útleigu er það bætt úr innbústryggingu í Fjölskylduvernd eða Innbústryggingu svo fremi sem um skyndilegan, óvæntan, utanaðkomandi atburð sé að ræða, rétt eins og í öðrum tjónum.
  • Fasteignatrygging bætir tjón sem húseigandi verður gerður ábyrgur fyrir ef leigjendur verða fyrir slysi sem rekja má til húsnæðisins.
  • Ef um þjófnað er að ræða ráðleggur Airbnb viðskiptavinum sínum að hafa samband við leigjandann fyrst. Oftast leysast þessi mál manna á milli án vandræða. Airbnb rekur einnig hjálparmiðstöð, Resolution Center, sem aðstoðar við lausn málanna. Ef ekki tekst að leysa þetta á einfaldan hátt þarf einfaldlega að safna gögnum málsins saman og senda Airbnb sem tekur afstöðu til kröfunnar út frá skilmálum tryggingarinnar.
  • Eftir samræður við nokkra leigusala sem hafa leigt út húsnæði sitt í gegnum Airbnb virðist ljóst að þjófnaður og skemmdarverk af völdum viðskiptavina eru afar fátíð. Eitt dæmi fannst um að handklæði hafði verið „stolið“ en viðskiptavinurinn greiddi það einfaldlega þegar haft var samband við hann.

Auðvitað þarf fasteignin sjálf að vera með lögbundna brunatryggingu og við mælum með fasteignatryggingu, en við sjáum ekki þörf á því að mæla sérstaklega með viðbótatryggingu fyrir þá sem ætla að leigja húsnæði út með Airbnb eða öðrum viðurkenndum aðilum. Við mælum þó með að tryggingaskilmálar viðkomandi aðila sé skoðar rækilega.