Viðskiptavinir Sjóvár styrkja Einstök börn

Viðskiptavinir Sjóvár styrkja Einstök börn

Í tengslum við síðustu Stofnendurgreiðslu, sem var í febrúar, bauðst viðskiptavinum okkar að gefa hluta endurgreiðslu sinnar til góðgerðarmála. Í þetta sinn bauðst þeim að styrkja félagið Einstök börn. Eins og áður nýttu fjölmargir viðskiptavina okkar tækifærið og lögðu góðu málefni lið.  Alls gáfu um 1.300 viðskiptavinir tæplega 2,8 milljónir króna. Gaman er að geta þess að þetta er það mesta sem hefur safnast í tengslum við Stofnendurgreiðsluna frá því að við fórum að bjóða upp á þennan möguleika.

Í gær afhenti Hermann Björnsson fulltrúum einstakra barna þetta rausnarlega framlag viðskiptavina okkar ásamt framlagi frá Sjóvá.

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru um 230 fjölskyldur í félaginu.

Á myndinni eru Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár og Guðmundur Björgvin Gylfason formaður Einstakra barna.