Lögin öðlast þegar gildi og hafi skattlagning átt sér stað vegna útgreiðslu sjúkdómatryggingar sem keyptar hafa verið við gildistöku laga þessara er ríkisskattstjóra heimil endurupptaka skattálagningar, sbr. 3. mgr. 101 gr. laganna. Beiðni um endurálagningu verður að gera innan árs frá gildistöku laganna.
Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt var samþykkt á Alþingi í gær. Með breytingunni er lögfest á skýran máta að sjúkdómatryggingar eru undanþegar tekjuskatti.