Aðför að starfsfólki tryggingafélaga

Í Morgunblaðinu í dag er birt yfirlýsing frá formanni VR og forstjórum íslensku tryggingafélaganna um fjársýsluskatt sem stendur til að leggja á allar launagreiðslur fjármálafyrirtækja.

Þar kemur fram að fyrirtækin hafa verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem þessi skattur mun hafa í för með sér fyrir starfsfólk fyrirtækjanna og það sé sérstakt að yfirvöld ætli að skattleggja eina starfsstétt umfram aðrar í landinu.
Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni á mbl.is.