Fjölsmiðjan og Sjóvá undirrita samstarfssamning

Fjölsmiðjan og Sjóvá undirrita samstarfssamning

Á dögunum undirrituðu Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu og Sjóvá samning um samstarf sín á milli. Samstarfið mun felast í ýmsum þáttum, allt frá gjöfum á tækjabúnaði til sálfræðiþjónustu, og verður það þróað áfram með fræðslu, forvarnir og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.

Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á félagslegum úrræðum fyrir unglinga og byggir á góðu samstarfi við atvinnulífið og opinbera aðila sem vinna vinna að málefnum ungs fólks. Það var Rauði kross Íslands sem átti á sínum tíma frumkvæði að undirbúningi Fjölsmiðjunnar en hún hefur verið starfrækt í 20 ár.

Það er okkur hjá Sjóvá mikið ánægjuefni að geta stutt við það góða og mikilvæga starf sem Fjölsmiðjan vinnur á degi hverjum. Á myndinni má sjá Elínu Þórunni Eiríksdóttur, framkvæmdastjóra tjónasviðs Sjóvá og Sturlaug Sturlaugsson, forstöðumann Fjölsmiðjunnar undirrita  samstarfssamninginn.

Sjá nánar um Fjölsmiðjuna.