Náttúruhamfarir og tryggingar

Náttúruhamfarir og tryggingar

Vegna hættustigs almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og í Árnessýslu viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Read the english version here.

Hver bætir tjón af völdum jarðskjálfta og eldgosa?

Allar húseignir og lausamunir á Íslandi sem eru brunatryggð eru tryggð hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands vegna jarðskjálfta og eldgosa. Tjón sem verður á innbúi fæst bætt hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands en til að tjónið sé bótaskylt verður innbúið að vera brunatryggt. Mikilvægt er að fara yfir þessi mál og ganga úr skugga um að innbú eða lausafé sé tryggt með innbús- eða heimilistryggingu. Allir þeir sem eru með Fjölskylduvernd 1, 2 og 3 eru með innbú sitt brunatryggt hjá Sjóvá. Þeir sem ekki eru með Fjölskylduvernd geta haft samband við okkur til að fara yfir hvort innbúið sé brunatryggt og þar með tryggt fyrir slíkum náttúruhamförum. Einnig má fara yfir tryggingarnar inni á Mínar síður á heimasíðu Sjóvá.


Hvert skal tilkynna tjón af völdum jarðskjálfta og eldgosa?

Tjónið skal tilkynna til Náttúruhamfaratrygginga Íslands (NTÍ) en gott er að hafa í huga að eigin áhætta innbústjóna hjá NTÍ er að lágmarki 200.000 krónur og í húseignatjónum er lágmarkið 400.000 krónur.

Nánar um tryggingarnar:

 • Fasteignir
  Allar húseignir á Íslandi eru brunatryggðar samkvæmt lögum og falla því sjálfkrafa undir tryggingar NTÍ. Húseigendum er því skylt að tryggja allar húseignir gegn eldsvoða, hvort sem um er að ræða hús í byggingu eða fullbúið hús. Þetta gildir um allar tegundir húsnæðis s.s. íbúðarhúsnæði, bílageymslur, atvinnuhúsnæði, útihús, sumarhús eða hesthús. Með brunatryggingu myndast sjálfkrafa vernd hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands sem bætir tjón vegna jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða. Vátryggingarverndin miðast við brunabótamat og því er mikilvægt að húseigendur gæti þess að það sé uppfært ef um breytingar og viðbyggingar er að ræða. Eigendur lausamuna, s.s. innbús eða lagervöru, hafa val um hvort þeir brunatryggja þá en brunatryggingar eru m.a. innifaldar í lausafjártryggingum okkar og innbúsmunir brunatryggðir í fjölskyldutryggingum.

 • Innbú
  Allir sem eru með Fjölskylduvernd 1, 2 og 3 eru með innbú sitt brunatryggt hjá okkur. Til að tjón á innbúi vegna náttúruhamfara teljist bótaskylt verður innbúið að vera brunatryggt. Tjón á innbúi þarf alltaf að tryggja sérstaklega með Fjölskylduvernd. Við ráðleggjum öllum að fjárfesta í slíkri tryggingu því mikil verðmæti geta legið í innbúi fólks. Einnig minnum við á að ef aðstæður þínar hafa breyst frá því þú keyptir tryggingarnar er mikilvægt að fara yfir tryggingarfjárhæðir, til dæmis ef innbúið er orðið verðmætara.

 • Ökutæki
  Samkvæmt upplýsingum frá NTÍ fæst tjón á skráningarskyldum ökutækjum ekki bætt úr tryggingum þeirra og jarðskjálftar og eldgos eru undanskilin í kaskótryggingu bíla. Nánari upplýsingar um ökutækjatryggingar Sjóvá er að finna hér.

 • Vinnuvélar
  Húftrygging vinnuvéla í gildi hjá þínu tryggingafélagi þá myndast sjálfkrafa vernd hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands sem bæta m.a. tjón vegna jarðskjálfta og eldgosa.


Hvar get ég séð tryggingarnar mínar?

 • Inni á Mínum síðum getur þú nálgast upplýsingar um tryggingarnar þínar. Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum eða notandanafni og lykilorði og einfalt er að sækja um aðgang. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða þú vilt gera breytingar á tryggingaverndinni. Hægt er að ná sambandi við ráðgjafa okkar á netspjallinu á sjova.is, í síma 440 2000 eða með því að hafa beint samband við ráðgjafa í þínu útibúi.

Forvarnir og viðbrögð við jarðskjálftum

Viðbrögð við jarðskjálfta

Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar - ekki hlaupa af stað.

 • Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað
 • Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn
 • Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg. Gætið fyllstu varúðar og skoðið flóttaleið út eftir skjálftann.
 • Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta
 • Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað

Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn

 • Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda
 • Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið

Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta:

 • Leggðu ökutæki og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta
 • Hafðu sætisbeltin spennt
 • Haltu kyrru fyrir ef þú ert í bíl þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem hægt er að verða fyrir í jarðskjálfta – hlustaðu á útvarpið, þar koma jafnan fyrstu upplýsingarnar um jarðskjálftann.

Almannavarnir hvetja fólk til þess að gera sér grein fyrir hættum sem stafa af jarðskjálftahrinum sem þessum. Auk þess eru íbúar á þekktum jarðskjálftasvæðum beðnir um að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. Upplýsingar fengnar af vef Almannavarna en þar er að finna ítarlegri leiðbeiningar og viðbragðsáætlanir við almannavá.