Allar upplýsingar um þínar tryggingar

Á Mínum síðum getur þú nálgast allar upplýsingar um tryggingarnar þínar, tjón, Stofnendurgreiðslur og fleira með einföldum hætti.

Opna Mínar síður

Skýr yfirsýn yfir þínar tryggingar

Á þjónustuvef okkar Mínum síðum getur þú fundið allar upplýsingar um þínar tryggingar þegar þér hentar. Þar getur þú skoðað tryggingayfirlit, iðgjöld, hreyfingayfirlit, tjónayfirlit, rafræn skjöl, Stofnendurgreiðslur og skilmála trygginganna þinna. Þar er einnig hægt að staðfesta með rafrænum hætti ýmis skjöl, s.s. beiðni um að setja tryggingar í beingreiðslu í banka, pappírslaus viðskipti og tjónamatsáætlanir.

Á Mínum síðum geta viðskiptavinir okkar náð í staðfestingu á ferðatryggingu í Fjölskylduvernd og vistað í símanum hjá sér. Staðfestinguna getur verið gott að hafa meðferðis ef upp koma alvarleg veikindi eða sjúkdómar á ferðalagi erlendis.

Ef þú ert viðskiptavinur í Stofni getur þú skoðað yfirlit yfir Stofnendurgreiðslur sem þú hefur fengið á Mínum síðum. Þú getur einnig skoðað þau fríðindi sem eru í boði fyrir þá sem eru í Stofni og hver þeirra þú hefur nýtt þér.

Einfalt að tilkynna tjón

Það er einfalt að tilkynna tjón á Mínum síðum. Þannig getur þú brugðist við hvenær sem tjónið verður og afgreiðsla málsins getur hafist hratt og örugglega. Á Mínum síðum er hægt að tilkynna öll algengustu tjón sem verða, allt frá skemmdum á farangri í flugi til tjóna á fasteign og innbúi vegna vatnsskaða. Þegar þú tilkynnir tjón á Mínum síðum er búið að fylla út ákveðnar upplýsingar fyrir fram til að flýta fyrir.

Tilkynna tjón á Mínum síðum

Nýskráning

Þeir viðskiptavinir sem ekki hafa þegar fengið aðgang að Mínum síðum geta sótt um aðgang með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Þegar nýskráningunni er lokið er lykilorðið sent í netbanka og vistað þar undir Rafræn skjöl. Mælt er með því að notendur breyti lykilorðinu í fyrsta sinn sem þeir skrá sig inn undir liðnum Stillingar.

Sækja um aðgang að Mínum síðum

Týnt lykilorð

Hafi notandi glatað lykilorði sínu er alltaf hægt að nálgast það í netbankanum. Einnig er hægt að láta senda sér lykilorðið í tölvupósti eða SMS. Athugið að til að hægt sé að velja þá möguleika verða notendur að:

  • hafa skráð GSM símanúmer og netfang undir Stillingar á Mínum síðum.
  • hafa skráð sig inn a.m.k. einu sinni á Mínar síður.

Það er mikilvægt að notendur uppfæri þessar upplýsingar ef þær breytast svo við getum veitt þeim sem besta þjónustu.

Aðrar upplýsingar

Hvernig kemst ég í Stofn?

Okkur finnst að þeir sem sameina sínar tryggingar hjá Sjóvá eigi að njóta meiri þjónustu og betri kjara. Þess vegna bjóðum við þeim vildarþjónustuna Stofn.

Pappírslaus viðskipti

Það er engin þörf á að gata og geyma papp­ír­inn frá okkur í möppum því við bjóðum papp­írs­laus viðskipti. Öll skjöl sem áður hafa verið send til þín í pósti er nú hægt að nálg­ast á Mínum síðum, þjón­ustu­vef Sjóvár.

SJ-WSEXTERNAL-2