Húftrygging vinnuvéla

Húftrygging vinnuvéla bætir tjón á tryggðri vinnuvél, sem verður vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Yfirlit yfir tryggingu

Húftrygging vinnuvéla bætir hvers konar tjón á vinnuvélinni sem verður af völdum skyndilegs og óvænts utanaðkomandi atviks.

 • Brunatjón
 • Tjón af völdum þjófnaðar- og skemmdarverka
 • Áreksturstjón
 • Vélarbilun
 • Tjón sem valdið er að yfirlögðu ráði
 • Tjón af völdum ónógs viðhalds eða vanrækslu
 • Tjón af völdum flutnings á sjó (nema sérstaklega sé um það samið)
 • Tjón sem verður í útleigu eða útláni (nema sérstaklega sé um það samið)
 • Tjón af völdum eðlilegrar notkunar eða slits
 • Líkams- og eignatjón sem valdið er með vélinni
 • Hvers konar afleitt tjón
 • Iðgjald húftryggingarinnar ákvarðast af notkun vinnuvélarinnar og endurkaupsverði nýrrar vinnuvélar sömu tegundar og afkastagetu án frádráttar vegna aldurs eða notkunar.
 • Eigin áhætta tryggingartakans hefur einnig áhrif á iðgjaldið.

Aðrar tryggingar

Mikilvægt er að hafa í huga að húftryggingin greiðir ekki ábyrgðarskyld tjón tryggingartaka sem valdið er með notkun vélarinnar. Sú ábyrgð er sérstaklega tryggð með frjálsri ábyrgðartryggingu.

Frjáls ábyrgðartrygging

Það er mikilvægt fyrir þá sem eru í atvinnurekstri að tryggja sig fyrir skaðabótakröfum sem geta beinst að þeim frá þriðja aðila vegna starfseminnar.

SJ-WSEXTERNAL-2