Sjúkrakostnaðartrygging á netinu

Sjúkrakostnaðartrygging á netinu

Nú er auðveldara að kaupa Sjúkrakostnaðartryggingu innanlands hjá Sjóvá. Ekki þarf lengur að fylla út umsókn á pappír og gefa upplýsingar um heilsufar. Þess í stað geturðu farið inn á vefinn okkar sjova.is og sótt um trygginguna þar, greitt hana og við sendum staðfestingu til Útlendingastofnunar. Í umsóknarferlinu ert þú upplýstur um að tryggingin nær ekki til sjúkdóma sem greindust eða slysa sem komu upp áður en tryggingin tók gildi.

Þeir sem flytja til Íslands þurfa að hafa lög­heim­ili hér í sex mánuði áður en þeir falla undir al­manna­trygg­ingar. Sjúkra­kostnaðartrygg­ing getur létt stórum hluta af þeim kostnaði af fólki þar til það öðlast rétt­indi sam­kvæmt al­manna­trygg­inga­lögum.