Sjóvá bakhjarl landssöfnunar Kiwanis Lykill að lífi dagana 7.-10. október

Sjóvá bakhjarl landssöfnunar Kiwanis Lykill að lífi dagana 7.-10. október

Sjóvá verður bakhjarl Landssöfnunar Kiwanishreyfingarinnar, Lykill að lífi, sem er til styrktar geðsjúkum og fer fram 7. til 10. október næstkomandi. Í söfnuninni er K-lykillinn seldur en ágóði af sölunni í ár rennur til Geðhjálpar og Barna- og unglingageðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss.


Sjóvá-Almennar leggja jafnframt fram eitt þúsund krónur af hverri seldri líftryggingu til málefnisins í október og nóvember. Með samstarfi við Kiwanis vilja Sjóvá-Almennar leggja sitt af mörkum til málefna geðsjúkra.

Myndir

Smelltu á mynd til að stækka