Sjova.is á topp 5

Sjova.is á topp 5

Besti fyrirtækjavefurinn

Valdir hafa verið 5 bestu vefirnir í hverjum flokki, sem keppa til úrslita í Íslensku vefverðlaununum. Vefur Sjóvá, sjova.is, er meðal þeirra 5 bestu sem keppa um titilinn Besti fyrirtækjavefurinn, en verðlaunaafhending fer fram föstudaginn 1. febrúar nk.

Íslensku vefverðlaunin
Íslensku vefverðlaunin eru fagverðlaun, þar sem vefir eru metnir út frá faglegum forsendum. Dómnefnd SVEF, Samtaka vefiðnaðarins, metur vefi eftir textainnihaldi, tæknilausnum, góðri sjónrænni hönnun, virkni og því hvernig vefurinn tónar við markmið fyrirtækisins, ásamt fleiri þáttum.

Forysta og einfaldleiki
Við hönnun og útfærslu sjova.is var tekið mið af gildum félagsins, forystu og einfaldleika, ásamt því að hann tónaði vel við markaðsstarfið. Vefurinn býður einnig upp á skýra framsetningu þeirrar þjónustu sem Sjóvá býður upp á. Mikil ánægja er hjá viðskiptavinum með rafrænar tjónstilkynningar, t.d. kaskótjón, þar sem viðskiptavinir fá svar við tjónstilkynningum, hratt og örugglega.