Vegna tjóna á raftækjum í Hlíðahverfi

Vegna tjóna á raftækjum í Hlíðahverfi

Tjón varð um helgina á raftækjum í nokkrum íbúðum í Hlíðahverfi í Reykjavík, nánar tiltekið í Skaftahlíð 4 til 10 og Lönguhlíð 19 til 25, vegna óhapps hjá Veitum ohf. (Orkuveita Reykjavíkur). Orkuveitan er með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá og sjáum við því um að afgreiða tjónin sem urðu vegna þessa.

Fyrir þá sem hafa orðið fyrir tjóni er einfaldast að senda okkur rafræna tilkynningu um tjónið hér, velja þarf Skemmdir undir flokknum Innbú og lausamunir. Í tilkynningunni þurfa að koma fram upplýsingar um:

  • Tegund og gerð raftækisins
  • Aldur raftækisins
  • Mynd eða myndir af raftækinu
  • Kaupnótu fyrir tækinu ef hún er til (afrit er hægt að nálgast hjá söluaðila)

Við munum kappkosta að afgreiða tjónin eins hratt og vel og hægt er.

Tilkynna tjón