Sjóvá er stolt af stuðningi sínum við Fjörgyn og BUGL

Sjóvá er stolt af stuðningi sínum við Fjörgyn og BUGL

Undanfarin 14 ár hefur Lionsklúbburinn Fjörgyn stutt ötullega við Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL). Í desember 2007 tók Fjörgyn tvo bíla á rekstrarleigu til þriggja ára hjá Íslandsbanka og færði BUGL til afnota fyrir skjólstæðinga sína. Þegar sá samningur rann út keypti klúbburinn bílana og færði BUGL að gjöf. Sjóvá leggur til ábyrgðar- og kaskótryggingu á bílana og N1 sér þeim fyrir eldsneyti. Þann 7. febrúar síðast liðinn var verið að endurnýja þennan samstarfssamning til næstu þriggja ára.