Sæktu um rafræn skilríki hjá okkur

Sæktu um rafræn skilríki hjá okkur

Nú geta viðskiptavinir okkar sótt um rafræn skilríki hjá okkur í Kringlunni 5. Það eina sem þarf að gera er að mæta til okkar með löggild skilríki; vegabréf eða ökuskírteini. Ferlið er einfalt og það tekur aðeins um 20 mínútur að fá skilríkin afgreidd.

Með rafrænum skilríkjum er hægt að auðkenna sig á netinu og er til dæmis hægt að nota þau til að undirrita umsóknir um líf- og sjúkdómatryggingar á netinu.

Við erum eina fyrirtækið sem er ekki á fjarskipta- eða bankamarkaði sem býður upp á þessa þjónustu en verkefnið er unnið í samstarfi við Auðkenni.

Til að byrja með er þessi þjónusta eingöngu í boði hjá okkur í Kringlunni 5 en afgreiðslustaðirnir verða fleiri, í útibúum okkar víðar um landið, áður en langt um líður.